Vefur um radd og talfæri

Lítil fræðsla virðist vera almennt um rödd, raddbeitingu og raddvernd. Tilgangur þessarar síðu er að bæta úr því. Rödd er hljóð sem lýtur lögmálum þess þ.e.a.s. að dofna með fjarlægð og drukkna í hávaða. Það er því nauðsynlegt fyrir þann sem talar að þekkja takmarkanir eigin raddar og hvað getur valdið því að hún berist ekki sem skyldi til áheyrenda. Þar sem röddin glymur í höfði þess sem talar getur hann/hún engan veginn gert sér grein fyrir hvernig hún hljómar í eyrum annarra, né áttað sig á því hversu vel hún berst.