Um rödd.is

Tilgangur

Svona virkar röddin

© Voice Care Network

Lítil fræðsla virðist vera almennt um rödd, raddbeitingu og raddvernd. Tilgangur þessarar síðu er að bæta úr því. Rödd er hljóð sem lýtur lögmálum þess þ.e.a.s. að dofna með fjarlægð og drukkna í hávaða. Það er því nauðsynlegt fyrir þann sem talar að þekkja takmarkanir eigin raddar og hvað getur valdið því að hún berist ekki sem skyldi til áheyrenda. Þar sem röddin glymur í höfði þess sem talar getur hann/hún engan veginn gert sér grein fyrir hvernig hún hljómar í eyrum annarra, né áttað sig á því hversu vel hún berst.
Röddin gefur til kynna aldur, kyn, tilfinningar og jafnvel heilsufarsástand einstaklings. Góð og heilbrigð rödd er áheyrileg og kemur töluðu máli vel til skila. Sá, sem hefur óskemmda rödd, þarf undir venjulegum kringumstæðum ekki að reyna á sig við að tala né leiða hugann að röddinni. Í því felst viss hætta. Raddmyndun fer fram án þess að einstaklingurinn verði var við hvernig það gerist. Þetta getur haft í för með sér hættu á rangri raddbeitingu t.d. í slæmri hljóðvist, sem getur skaðað röddina.
Þar sem röddin glymur í eigin höfði heyrum við að öllu jafna vel í okkur sjálfum. Það blekkir okkur og ósjálfrátt verðum við ómeðvituð um hvernig eða hvort röddin berst til annarra og hvort röddin hugnast þeim sem á hlýðir. Ýmislegt í umhverfi okkar getur hindrað að hljóðbylgur raddarinnar nái að berast ákjósanlega til áheyrenda. Má þar fyrst og fremst nefna hljómburð, bakgrunnshávaða, fjarlægð og lágan styrk hljóðs frá hljóðgjafa

Höfundar í norrænu samstarfi.

Dr. Valdís talmeinafræðingur með sérsvið raddþjálfun, Anna Björk læknir á sviði raddmeina, Ólafur verkfræðingur með hljóðvist og hávaðastjórnun sem sérgrein tilheyra öll fámennum norrænum hópi fræðimanna sem kallar sig Nordic voice ergonomics group og beitir sér fyrir bættri raddheilsu og bættum hlustunarskilyrðum. Nánar um hópinn hér.