Ráðstefna í minningu 

Önnu Bjarkar Magnúsdóttur raddmeinalæknis

21.04.61 – †21.03.11

Anna Björk Magnúsdóttir

Minningarorð

Vorið 2005 kom saman í Reykjavík fámennur hópur norrænna lækna og talmeinafræðinga sem allir höfðu sérmenntað sig í rödd og raddmeinum, hópur skipaður vísindamönnum sem allir höfðu og hafa beint kröftum sínum að frumkvöðlastarfi hver í sínu landi. Þetta frumkvöðlastarf hófst fyrir örfáum áratugum og felst í því að rannsaka ástand radda sem leigðar eru út í atvinnuskyni, við hvaða áhættu þær búa og hvað er helst til bóta.

Niðurstöður þeirra rannsókna hafa síður en svo verið uppörvandi og sýna nauðsyn á gagngerum breytingum ekki hvað síst á hugarfarsbreytingu almennings og yfirvalda. Þetta sérstaka rannsóknasvið innan raddmeinafræðinnar hefur heitið voice ergonomics sem í lauslegri þýðingu má segja að sé að finna leiðir til að hlúa að rödd sem beitt er í atvinnuskyni. Tilgangur fundarins 2005 var að ræða afar slæma stöðu slíkra radda, einkum radda kennara, og finna leiðir til að vekja áhuga yfirvalda á úrbótum í þeim efnum.

Frá þessum fundi í Reykjavik vorið 2005, hefur þessi norræni hópur “Nordic voice ergonomic group” að viðbættum hljóðfræðingum hist reglulega, borið saman bækur sínar um hvernig hægt sé að vinna atvinnuröddinni brautargengi en ekki hvað síst til að sameina krafta sína í þeirri baráttu að skapa viðunandi aðstæður fyrir munnleg tjáskipti. Þema þessarar ráðstefnu er litað þessari baráttu þar sem hér verður sýnt fram hvernig hávaði í námsumhverfi barna hefur víðtæk skaðleg áhrif á rödd, heyrn og vellíðan og hvernig við getum bætt úr því.

Þessi ráðstefna er haldin ekki síst til að heiðra minningu eins af félögum okkar sem féll frá í blóma lífsins tæplega fimmtug að aldri.

Anna Björk Magnúsdóttir var háls nef og eyrnalæknir sem hafði sérmenntað sig á sviði raddmeina. Hún var það sem kallað er phoniatrician eða raddmeinalæknir sem er sjaldgæf sérmenntun innan læknisfræðinnar enda var Anna sú eina með þessa sérmenntun hér á landi. Fyrir okkur félaga hennar hér heima, mig og Ólaf Daníelsson hljóðvistarfræðing er fráfall hennar reiðarslag því við höfðum hafið samvinnu um hvernig við gætum reynt að koma raddverndarmálum í betra horf.

Fyrir Nordic voice ergonomic group er þetta einnig mikið áfall því Anna með sinni glöggskyggni og reynslu var frábær liðsmaður í okkar baráttumálum fyrir utan að vera góður vinur og félagi. Fimm úr þessum hópi flytja hér erindi og vilja með því heiðra minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur og þakka henni fyrir samvinnuna og samveruna.

En læknirinn og vísindamaðurinn Anna kom víðar við en á sviði voice ergonomics. Hún var bæði virtur læknir og vísindamaður á sviði raddmeina almennt og vann jöfnum höndum sem slíkur bæði hér heima og í Lundi í Svíþjóð. Fráfall hennar er því fleirum áfall en þeim sem skipa okkar litla hóp.
Það er von mín og minna félaga að þessi ráðstefna skili slíkum árangri að hún verði verðug minningu Önnu Bjarkar. Með því að bæta tjáskiptaumhverfið í námsumhverfi barna vinnum við að bættri raddheilsu kennara, bættum hlustunarskilyrðum og þar með meiri velllíðan því að þetta eru allt óaðskiljanlegir þættir.

 

Dagskrá ráðstefnunnar

Your Title Goes Here

Your Title Goes Here

Your Title Goes Here

Product Review

WordPress plugin

Blog Article

Product Release

SEO Strategy

Online STore

Info Architecture

Businesss Website

Creative Writing

Marketing Campaign

Content Strategy

Tech Startup

Let’s Start a Project!

Share This