Sérstaklega þarf að huga að hávaða í leikskólum þar sem börn dvelja langtímum saman á viðkvæmu máltökuskeiði og mörg hver haldin eyrnabólgum. Vaxandi áhyggjur eru af ófullnægjandi árangri nemenda sem gæti átt rætur að rekja til truflandi áhrifa hávaða.

Þar sem ráðstefnunni er ætlað að vera lausnamiðuð þá verða erindin upplýsandi um neikvæð áhrif hávaða á líðan og námsgetu barna og hvað rannsóknir hafa sýnt að gæti dregið úr þeim áhrifum. Leikskólar og grunnskólar eru menntastofnanir sem ber skylda til að fræða börn. Ef fullorðnir treysta sér ekki til að einbeita sér að hlustun við skilyrði sem börn búa við í skólum þá geta börn það ekki heldur.

Þegar Vinnueftirlitið fylgist með hávaða á vinnustöðum eins og skólum er það gert út frá hagsmunum fullorðinna (kennara og annars starfsfólks skóla) en ekki barna. Þá er miðað við að hávaði fari ekki yfir þau mörk sem skaðað geta heyrn þar sem reglugerðir og vinnuverndarlög eru miðuð við að hávaði fari ekki yfir þolmörk heyrnar. Það gerir hávaðinn hins vegar samkvæmt mælingum. Það er því ljóst að breytinga er þörf, bæði hugarfarsbreytinga og jafnvel lagabreytinga. Leitast verður við að ná til sem allra flestra sem gegna ábyrgðarhlutverki í skólagöngu barna.

Raddvandamál kennara eru alkunn. Vegna þekkingar- og andvaraleysis er raddheilsu kennara of lítill gaumur gefinn. Rödd kennarans er ófrávíkjanleg burðarstoð í námi barna. Þar sem rödd er einungis hljóð lýtur hún lögmálum þess að drukkna í hávaða og dofna með fjarlægð. Rödd kennara þolir því ekki það álag sem hún lendir í þegar henni er beitt í hávaðasömu kennsluumhverfi. Rödd sem brestur, er hás eða rám, og ber ekki öll talhljóð að eyrum barna. Verði rödd hástemmd vegna of mikillar áreynslu virkar hún fráhrindandi. Hvort tveggja getur sett námi verulegar skorður. Sérfræðingar á ráðstefnunni munu varpa ljósi á slæmt ástand kennararadda og hvað sé hægt að gera þar til bóta.

En ... ég er úti á landi!

En ... ég er úti á landi!

Ráðstefnan verður einnig send út með fjarfundabúnaði til Háskólans á Akureyri, fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum, Visku í Vestmannaeyjum og til erlendra háskóla.
Hvar skrái ég mig?
Gestamóttakan sér um skráningar á ráðstefnuna, þú smellir þér hingað.
Hvenær

Hvenær

  • 12. október 2012. Kl. 9.00 – 16.10
  • 13. október 2012. Kl. 9:25 – 14:00

Viltu skoða dagskrána?

Endilega skoðaðu hana, við verðum með fjölda erinda á íslensku og ensku sem snúast um leiðir til þess að laga ástandið sem skapast hefur í skólakerfinu. Hvernig þætti þér að vinna á skrifstofu þar sem hávaðinn er jafn mikill og í trésmíðaverkersmiðju þar sem allir eru með heyrnahlífar?

Dagskráin er hér