Myndasýning (Powerpoint) til stuðnings Röddu pöddu.

Mat á eigin rödd og raddhæfni

Blekkingavefur sem er auðvelt að flækja sig í vegna þess að fólk áttar sig ekki á að:

  • Raddmyndun fer fram án þess að einstaklingurinn verði var við líkamsstarfsemina sem býr þar að baki. Slíkt meðvitundarleysi getur haft í för með sér hættu á rangri raddbeitingu sem getur skaðað röddina.
  • Þar sem raddböndin eru tilfinningalaus getur röng raddmyndun haft í för með sér ofreynslu án sársauka.
  • Röddin glymur í höfðinu á þeim sem talar. Þar af leiðandi getur hann/hún hvorki gert sér grein fyrir hvernig hún hljómar í annarra eyrum, né áttað sig á því hversu vel hún berst.
  • Rödd sem er hás, rám eða gefur sig berst illa og skilar ekki alltaf öllum talhljóðum til áheyranda.
  • Skemmd rödd er óáheyrileg og getur farið í taugarnar á áheyrendum.
Share This