Ráðstefna í minningu

Önnu Bjarkar Magnúsdóttur raddmeinalæknis

21.04.61 – †21.03.11

Anna Björk Magnúsdóttir

Minningarorð

Vorið 2005 kom saman í Reykjavík fámennur hópur norrænna lækna og talmeinafræðinga sem allir höfðu sérmenntað sig í rödd og raddmeinum, hópur skipaður vísindamönnum sem allir höfðu og hafa beint kröftum sínum að frumkvöðlastarfi hver í sínu landi. Þetta frumkvöðlastarf hófst fyrir örfáum áratugum og felst í því að rannsaka ástand radda sem leigðar eru út í atvinnuskyni, við hvaða áhættu þær búa og hvað er helst til bóta.

Niðurstöður þeirra rannsókna hafa síður en svo verið uppörvandi og sýna nauðsyn á gagngerum breytingum ekki hvað síst á hugarfarsbreytingu almennings og yfirvalda. Þetta sérstaka rannsóknasvið innan raddmeinafræðinnar hefur heitið voice ergonomics sem í lauslegri þýðingu má segja að sé að finna leiðir til að hlúa að rödd sem beitt er í atvinnuskyni. Tilgangur fundarins 2005 var að ræða afar slæma stöðu slíkra radda, einkum radda kennara, og finna leiðir til að vekja áhuga yfirvalda á úrbótum í þeim efnum.

Frá þessum fundi í Reykjavik vorið 2005, hefur þessi norræni hópur “Nordic voice ergonomic group” að viðbættum hljóðfræðingum hist reglulega, borið saman bækur sínar um hvernig hægt sé að vinna atvinnuröddinni brautargengi en ekki hvað síst til að sameina krafta sína í þeirri baráttu að skapa viðunandi aðstæður fyrir munnleg tjáskipti. Þema þessarar ráðstefnu er litað þessari baráttu þar sem hér verður sýnt fram hvernig hávaði í námsumhverfi barna hefur víðtæk skaðleg áhrif á rödd, heyrn og vellíðan og hvernig við getum bætt úr því.

Þessi ráðstefna er haldin ekki síst til að heiðra minningu eins af félögum okkar sem féll frá í blóma lífsins tæplega fimmtug að aldri.

Anna Björk Magnúsdóttir var háls nef og eyrnalæknir sem hafði sérmenntað sig á sviði raddmeina. Hún var það sem kallað er phoniatrician eða raddmeinalæknir sem er sjaldgæf sérmenntun innan læknisfræðinnar enda var Anna sú eina með þessa sérmenntun hér á landi. Fyrir okkur félaga hennar hér heima, mig og Ólaf Daníelsson hljóðvistarfræðing er fráfall hennar reiðarslag því við höfðum hafið samvinnu um hvernig við gætum reynt að koma raddverndarmálum í betra horf.

Fyrir Nordic voice ergonomic group er þetta einnig mikið áfall því Anna með sinni glöggskyggni og reynslu var frábær liðsmaður í okkar baráttumálum fyrir utan að vera góður vinur og félagi. Fimm úr þessum hópi flytja hér erindi og vilja með því heiðra minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur og þakka henni fyrir samvinnuna og samveruna.

En læknirinn og vísindamaðurinn Anna kom víðar við en á sviði voice ergonomics. Hún var bæði virtur læknir og vísindamaður á sviði raddmeina almennt og vann jöfnum höndum sem slíkur bæði hér heima og í Lundi í Svíþjóð. Fráfall hennar er því fleirum áfall en þeim sem skipa okkar litla hóp.
Það er von mín og minna félaga að þessi ráðstefna skili slíkum árangri að hún verði verðug minningu Önnu Bjarkar. Með því að bæta tjáskiptaumhverfið í námsumhverfi barna vinnum við að bættri raddheilsu kennara, bættum hlustunarskilyrðum og þar með meiri velllíðan því að þetta eru allt óaðskiljanlegir þættir.

 

Dagskrá ráðstefnunnar

Fyrsti hluti
Annar hluti
Þriðji hluti

Útdrættir úr fyrirlestrum á ráðstefnu um skaðsemi hávaða á rödd, heyrn og líðan í námsumhverfi barna 12 og 13. oktober 2012

Ingibjörg Hinriksdóttir háls- nef- og eyrnalæknir, Yfirlæknir á Heyrnar og talmeinastöð Íslands

Heyrnarskerðingar barna. Áhrif hávaða á heyrn barna

Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga.

Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og / eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna. Heyrn byrjar að þroskast hjá einstaklingnum fyrir fæðingu en þroskast aðallega á fyrstu árum ævinnar fram á unglingsár.

Við notum heyrn til að hafa samskipti við aðra, tileinka okkur upplýsingar m.a. frá svæðum sem er utan sjónsviðs t.d. útvarpi. Hávaði hefur áhrif á hvernig skilaboðin berast til okkar. Heyrnarskert börn eru verr sett en full heyrandi í umhverfi þar sem mikill hávaði er.

Ólafur Hergill Oddsson, M.D., M.Cl.Sc. Hefur unnið á Akureyri sem heimilislækni og héraðslæknir síðastliðin 25 ár með tilheyrandi stjórnarstörfum. Starfar sem geðlæknir við geðdeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri

Áhrif hávaða á heilsu og líkamlega líðan barna

Meiri hávaði er í umhverfi barna nú en fyrir hálfri öld og gildir þetta líklega um heimili, skóla og frístundir.  Hávaðamengun á leikskólum getur orðið umtalsverð þar sem saman fer hávaði í fólki og leiktækjum auk lélegs hljómburðar.

Foreldrar virðast vera betur varin gegn hávaða í vinnunni en börnin í sínu umhverfi.  Miðað við umfang vandans hafa áhrif hávaða á heilsu barna lítið verið rannsökuð.  Vísbendingar eru um að heyrnardeyfa, svefntruflanir, hækkun á blóðþrýstingi og sálfélagslegur vandi geti tengst hávaðamengun.

Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir
Starfandi geðlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Hávaðamengun og geðheilsa. Áhrif hávaða á hegðun og andlega líðan barna

Hávaðamengun getur magnað upp og gert verri undirliggjandi geðröskun. Hugsanlega eru tengsl milli hávaðamengunar og notkunar svefnlyfja og innlagna á geðdeildir.

Hávaði getur truflað minni, athygli við lestur og úrlausn vandamála. Hávaðamengun getur tengst æsingi, örþreytu, óánægju, reiði og athyglisbresti. Þörf er á frekari rannsóknum á mögulegum langtímaáhrifum hávaðamengunar á sálfélagslega velferð barna.

Heimildir: Goines L, Hagler L, Noise Pollution: A Modern Plague. Southern Medical Journal. March 2007, 100 3 : 287 – 293www.melbourne.vic.gov.au rsrc PDFs Noise HealthEffectsofNoiese.pdfwww.noiseoff.org media who.summary.pdf

Hólmfríður Árnadóttir heyrnar og talmeinafræðingur.
Starfar sem talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu Suðurlands og sjálfstætt starfandi.

Áhrif hávaða á málþroska barna

Sýnt hefur verið fram á að mjög ung börn eru fær um að greina á milli mismunandi samhljóða. Þau velja einnig talað mál fram yfir önnur meiningarlaus hljóð sem gefur til kynna að frá fæðingu hafa börn meðfædda eiginleika til að tileinka sér tal og mál.

Heyrn ekki síður en lykt er sterkt skynjunarvit- við skynjum hljóð, orð, stemmningu og breytingar á umhverfi gegnum hlustun.
Forsenda þess að börn geti greint hljóð og orð er heyrn.

Sé bakgrunnshávaði mikill þá truflar hann færni barns í að greina og vinna úr málhljóðum. Við veltum fyrir okkur hvaða áhrif stöðugur hávaði hefur á máltöku barna- og hvað er til ráða.

Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, grunnskólakennari, Heyrnar og talmeinafræðingur. Sérfræðigrein: Raddmein. Sjálfstætt starfandi tal- og raddmeinafræðingur á Akureyri.

Hefur leikskólastefna áhrif á hávaða?

Árin 2010 – 2011 var gerð könnun á sjálfsmetinni raddheilsu og áliti leikskólakennara á hávaða í leikskólaumhverfi. Þátttakendur voru 164 leikskólakennarar (11 menn og 153 konur; meðalaldur 35.6 ár, meðalstarfsaldur 8.5 ár) frá  9 leikskólum; tveim á Akureyri og sjö í Reykjavík.

Markmiðið var að vita hvort munur væri á svörum kennara frá Hjallastefnunni sem fylgir sérstefnu og svörum kennara frá almennum leikskólum. 7 af 9 leikskólum eru einkareknir (þar sem 108 leikskólakennarar tóku þátt af 154 kennurum eða 70%) og fylgja hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem gengur út á kynjaskiptingu, færri leikföng innandyra sem utan, agastjórnun og færri börn í rými. Hinir 2 leikskólarnir fylgja obinberri leikskólastefnu án kynjaskiptingar, frjálst val á leikföngum og leiktækjum. Þátttakendur frá þessum tveim skólum voru <80%.

Það fannst enginn marktækur munur á starfsaldri leikskólakennara hjá “Hjallastefnunni” (meðalaldur 35.7 ár; starfsaldur 8.9 ár) og hjá  almennum leikskólum (meðalaldur 36.7 ár; starfsaldur 8.2 ár).

Athygli vekur að einungis rúmur þriðjungur starfsfólks eru menntaðir leikskólakennarar, hjá báðum stefnum.
Samkvæmt niðurstöðum þá virðast sjálfsmetið ástand raddar slæmt þ.e.a.s. 38.5% af heildarfjölda kvartaði undan hæsi án kvefs“næstum allaf” eða “oft”, 33% undan kökktilfinnngu í hálsi, að röddin endist ekki í hávaða og undan raddþreytu við söng.

Þó virðist við samanburð á svörum kennara að kennarar hjá Hjallastefnunni kvarti marktækt (Pearson qui square) síður undan einkennum sem geta myndast út frá álagi á rödd. Marktækur munur var einnig á svörum um hvenær kennarar fundu fyrir einkennum þar sem Hjallastefnukennarar kvörtuðu síður undan álagseinkennum á rödd á vetrum (.003) og á kvöldum (.000).

Svo virðist sem niðurstöður í heild sinni – án þess að skólastefni komi þar að – sýni að kennarar upplifi mestan hávaðann frá börnunum sjálfum; frá kubbum; frá skólanum í heild; í fataklefum; þegar börn snæða hádegisverð; og eru að koma inn eða fara út í  útiveru. Í heildina virtust kennarar ekki finna fyrir óþægindum af hávaða frá umferð, húsgögnum eða frá húsbúnaði (gólfum eða hurðum)

Kennarar hjá Hjallastefnunni kvörtuðu marktækt minna undan hávaða frá börnunum sjálfum bæði hvað varðaði tíma og stað;

Niðurstöður benda eindregið til að hópastærð, agastjórnun, val á leikföngum hafi áhrif á hávaða. Í athugasemdum frá kennurum  – beggja stefna – óskuðu kennarar eftir færri börnum í hóp, meiri agastjórnun, og að draga úr hávaða frá húsgögnum og húsbúnaði.

Gildi magnarakerfis í kennslu (The value of amplification equipment in teaching. On teachers´ voices and on the attention of pupils)

Andvaraleysi vegna skorts á þekkingu veldur því að fólk ofmetur hvort og/eða þá hvernig rödd þess berst til annara. Þessi rannsókn er samantekt á niðurstöðum úr nokkrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á gildi magnarakerfis í kennsluhúsnæði á Íslandi (þátttakendur: 45 kennarar og nemendur þeirra)

Notaðir voru færanlegir magnarar og þráðlaust magnarakerfi. Með spurningalistum var kannað hvernig kennurum og nemendum hugnaðist magnarakerfi við mismunandi kringumstæður (opnir skólar, venjulegir skólar; fáir nemendur, margir nemendur; ungir nemendur, eldri nemendur; konur, karlar).
Svörun frá þáttakendum bendir til að notkun magnarakerfis geti dregið úr álagi á rödd og bætt hlustun.

Það sem vekur fyrst og fremst athygli er að það virðist ekki vera neinn munur á hvort nemendur eru fáir eða margir í stofu, ungir eða fulltíða,  eða hvort um er að að ræða karlkennara eða kvenkennara.

Niðurstöðurnar benda því til að notkun á magnarakerfi við kennslu sé fýsilegur kostur í framtíðinni svo framarlega sem a) að hægt sé að draga úr tæknilegum erfiðleikum sem geta komið upp við notkun kerfisins b) að kennarar fái nauðsynlega leiðsögn um hvernig á að nota kerfið.

Guðmundur Kjerúlf, aðstoðardeildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins

Hávaði í vinnuumhverfi kennara

Í erindinu verður fjallað um hávaða í vinnuumhverfi kennara út frá vinnuverndarlögunum nr. 46/1980. Öllum vinnustöðum er skylt að gera áhættumat starfa. Áhættumat vegna hávaða er stór þáttur af því. Atvinnurekandi skal hafa samráð við starfsmenn við gerð áhættumatsins. Megin markmið reglugerðar um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum (nr. 921/2006) er að koma í veg fyrir heyrnarskaða. Atvinnurekanda ber skylda til að upplýsa og þjálfa starfsmenn til að koma í veg fyrir hávaða. Fjallað verður um nokkur grundvallaratriði um hvernig má koma í veg fyrir eða takmarka hávaða.

Hanna Halldóra Leifsdóttir 
Dipl. í sérkennslufræðum frá KÍ 2002. Stundar MEd nám í HÍ. 
sérkennslustjóri í leikskóla í Garðabæ.

Leikskólabyggingar og áhrif þeirra á námsumhverfi barna

Í þessu erindi verður fjallað um skýrslu sem gerð var árið 2007 fyrir tilstilli Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa, Faghóp leikskólastjóra, Faghóp leikskólasérkennara og leikskólans Urðarhóls í Kópavogi, en allir þessir aðilar áttu fulltrúa í nefnd sem tók saman þessa skýrslu.
Tilurð skýrslunnar var sú að undanfarin ár hefur átt sér stað nokkur umræða hjá leikskólakennurum um leikskólabyggingar og aukið vægi opinna rýma og áhrif þeirra á námsumhverfi barna og starfsumhverfi leikskólakennara. Allir voru sammála um að leikskólar á Íslandi væru í flestum tilfellum hinar glæsilegustu byggingar, en það var álit margra að með þessum opnu rýmum væri þrengt um of að börnum þar sem þau nýtast ekki eins vel og rými á heimasvæði.
Í skýrslunni koma fram þeir þættir sem leikskólakennarar hafa mest áhyggjur af t.d. lítið rými á heimasvæðum, of mörg börn á hverri deild, lítið rými fyrir sérkennslu, lítið rými í fataherbergi, mikill hávaði í fjölnota rýmum, takmörkuð aðstaða fyrir ró og næði og takmörkuð vinnuaðstaða kennara. Einnig eru nefndir þættir eins og langur dvalartími barna og erfiðleikar við starfsmannahald. Í skýrslunni eru einnig reifaðar tillögur til úrbóta.

Ólafur Daníelsson byggingaverkfræðingur (M.Sc. Civil Engineering)  með hljóðvist sem sérgrein. 
Vinnur á verkfræðistofunni Eflu

Hvernig er hægt að draga úr hávaða?

Í fyrirlestrinum verður farið yfir ýmis atriði sem hafa með hljóðvist bygginga að gera, og áhrif hljóðvistar á hávaða og erilhávaða í rýmum. Fjallað verður um kröfur til hljóðvistar í byggingum hér á landi, og þær breytingar sem hafa átt sér stað með tilkomu nýju byggingarreglugerðarinnar. Þá verður fjallað um möguleg orsök of mikils hávaða, og hvað ber að varast þegar stemma skal stigu við slæmri hljóðvist og/eða hávaða. Höfundur mun stikla á fáeinum reynsludæmum úr ráðgjafaheiminum, lýsa almennri aðferðafræði hljóðráðgjafa og hvers megi vænta af slíkri ráðgjöf, og um leið hvað beri að varast ef lagt sé af stað í lausnaleit án fagráðgjafa.

Katrín Hilmarsdóttir, sérfræðingur, Svið umhverfisgæða, Umhverfisstofnun.

Aðgerðir yfirvalda til að draga úr hávaða í námsumhverfi barna

Erindið fjallar um aðgerðir yfirvalda til að draga úr hávaða í námsumhverfi barna. Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 sem sett var með stoð í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heilbrigðisnefndir skulu hafa eftirlit með framkvæmdinni og eftir þörfum framkvæma eða láta framkvæma eftirlitsmælingar á hávaða.

Árið 2008 var reglugerð um hávaða tekin í gildi, markmið hennar er að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum af völdum hávaða frá mönnum. Viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða frá umferð ökutækja, flugumferð og hvers konar atvinnustarfsemi er upp gefin sem og viðmiðunarmörk um heilsuspillandi hávaða, 85 dB LAeq, og kveðið er á um að forráðamönnum fyrirtækja og stofnana sé skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða og ónæði af völdum hávaða.  Sérstök áhersla er lögð á hávaðavarnir í og við leik- og grunnskóla.

Samkvæmt 11. grein reglugerðarinnar skal Umhverfisstofnun í samstarfi við stjórnvöld eftir því sem við á gefa út leiðbeiningar um viðmiðanir um hljóðvistarkröfur í leik- og grunnskólum og annars staðar sem börn dvelja og hætta er talin á að hávaði geti valdið þeim ónæði eða verið heilsuspillandi.  Vinna er nú hafin við gerð slíkra leiðbeininga í samstarfi við Mannvirkjastofnun.

Til grundvallar leiðbeiningunum er íslenskur staðall um Hljóðvist – Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Í staðlinum er m.a. að finna hljóðflokka fyrir skóla og aðrar skólabyggingar og fjallað um að sérstaka hljóðhönnun þarf til þess að skapa góða hljóðvist í námsumhverfi barna. Áætlað er að leiðbeiningarnar verði gefnar út haustið 2012 og þær kynntar á ráðstefnunni um Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan: Hvernig er ástandið. Hvað er hægt að gera?

Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur. Umboðsmaður barna,

„Mér langar bara að það verði meira hljóð því mér finnst erfitt að einbeita mér.“

Sagt verður frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og helstu ákvæðum laga og reglugerða er varða hljóðvist í leik- og grunnskólum. Farið verður stuttlega yfir helstu álitamálin sem komið hafa að borði umboðsmanns barna varðandi börn og hávaða. Skiptir það máli að skólinn sé skilgreindur sem vinnustaðar barna? Njóta þau sömu verndar og aðrir launþegar þegar kemur að vernd gegn hávaða? Hvert er hlutverk annars vegar heilbrigðiseftirlits og hins vegnar Vinnueftirlits í þessum efnum? Hvað segja börn um hljóðvist í skólanum? Sagt verður frá fyrirspurn umboðsmanns til heilbrigðiseftirlita landsins vegna hávaðamælinga á árunum 2010-2011, öðrum afskiptum umboðsmanns vegna hljóðvistar í skólum og tillögum hans til að börn njóti þeirrar verndar sem þau eiga rétt á.

Dr. Maria Södersten,talmeinafræðingur. Sérgrein: raddmein.
Dosent við Karolinska háskólasjúkrahúsið, Stokkhólmi

Voice production and teachers’ voice disorders. How does the voice work and what makes it to fail?

A well-functioning voice is crucial for persons with vocally demanding occupations, such as teachers. Speech is produced by a complex interaction between breathing (lungs), phonation (vocal folds), articulation and hearing. In this presentation this elaborate mechanism will be described in order to understand how the voice works.

Many factors can influence a voice and make it to fail. If a teacher’s voice sounds hoarse or weak, the pupils may have difficulties to hear the teacher’s voice. Some risk factors for voice disorders are related to the individual, for example, upper airway infections, reflux, asthma, allergies, various medication, smoking, lack of voice training, and genetics. Other risk factors are related to the work environment such as poor room acoustics, high background noise, dry air, dust and working tasks that require extensive voice use without possibilities to rest the voice.

Many studies have reported high prevalence of voice disorders among teachers and teacher students. Approximately 11 to 13 percent of teachers and 17 percent of teacher students have voice disorders, other studies have reported even higher numbers. The proportion of female teachers is larger than male teachers among teachers having voice problems. Many teachers do not seem to be aware of the extremely high vocal demands related to their profession.

A first step to improve vocal health among teachers is to increase the knowledge about voice production, risk factors for voice disorders, and voice ergonomics.

Dr. Eeva Sala; háls- nef og eyrnalæknir, raddmeinalæknir (phoniatrician) 
Docent i raddmeinum (phoniatrics). 
Department of Otorhinolaryngology-Head and Neck Surgery, Turku University Hospital, Turku, Finland

Possible ways to improve voice ergonomic situations – voice ergonomic assessment of the work environment, standards and laws

Teachers have voice disorders more often than workers in other occupations. It has been shown in several studies. It has also been shown that voce disorders are bound to the environment. One basic reason is that teachers use voice a lot. Heavy voice use without problems requires that the voice production organ is healthy and voice ergonomic conditions are good. Factors that load voice production (vocal organ) are loud voice use because of long speaking distance and/or speaking in noise, poor working postures and poor indoor air quality. Based on recent work, we know that in school classrooms there are a lot of voice ergonomic risk factors. Good voice ergonomic environment benefit both teachers and pupils.

Teachers work requires abundant voice use that is why other risk factors of voice disorders should be minimized or eliminated. School classrooms should have good acoustics that fit to the way of working and pedagogic method that is used in the classroom. Excess noise should be eliminated if it is part of the building (ventilation etc.) or equipment used in teaching (document camera etc.). The sound insulation should be good enough to keep noise in the rooms where it originates and does not spread to adjacent rooms. It is favorable to keep speaking distances as short as possible by organizing the working situations. Indoor air should be moist, fresh and clean without any excess impurities (dust, toxic substances etc.).

As far as possible, working postures should be kept good for speaking by adjusting tables and chairs and by placing equipment used in teaching in practical places. If continuous raised voice is needed, amplifiers should be available.  Possibility to have voice rest should be obvious. A teacher her/himself is responsible for realizing many of these factors bound to working habits and culture, but several factors are in the hands of planners of work and buildings and builders of buildings to follow the plans.

At the moment, we know the risk factors and that they cause problems to the teachers. It is time to make steps to improve the conditions, but how? In order to avoid risk factors as much as possible, awareness of risks and riskless selections is needed from all who have influence on teachers’ working environment and the way of working. Awareness requires at least information but getting the information may not be enough to change the conditions. Voice ergonomic assessment of classrooms would be necessary in order to find out and to eliminate the risks.

Collecting all the important details and forming it into a standard are perhaps also needed for defining good working environment for teachers and pupils. Planners of school buildings and indoor environment and several other details of the work, and those who realize them would have a good guideline for their selections. We also need to discuss if more strict control regarding voice protection is required to control the conditions. Do we need a voice law? Have we evidence enough for it and what would be the details that should be obligated?

Dr. Leena Rantala talmeinafræðingur. Sérgrein: raddmein
Kennir talmeinafræði við School of Social Sciences and Humanities, University of Tampere, Tampere, Finland

Teachers’ voices and voice ergonomics

Department of Logopedics, Åbo Akademi University, Turku, Finland
3Department of Otorhinolaryngology-Head and Neck Surgery. Turku University Hospital. Turku, Finland

There is plenty of evidence that teachers suffer from voice disorders more often than workers in other occupations. This indicates that the causes of dysphonia originate more often from environmental than genetic factors which has indeed shown to be true in a study regarding identical and non-identical twins. Although quite a lot is nowadays known about the voice risk factors, we do not, however, have an exact picture about voice ergonomic situation in classrooms and its connections to a teacher’s voice. Thus, our study aim was to investigate if voice ergonomic risk factors correlated with teachers’ voice symptoms and voice production.
We assessed voice ergonomic situation in 40 classrooms from 14 elementary schools by means of a Voice Ergonomic Assessment in Work Environment – Handbook and Checklist. The risk factors assessed were from the fields of (1) working culture, (2) noise (3) indoor air quality, (4) working posture, (5) stress and (6) possibility to use a sound amplifier. In addition teachers gave information on their voice symptoms and respiratory tract diseases. Teachers’ text reading samples were recorded before and after their work day.
The results showed that the more voice ergonomic risk factors were found in the classroom, the more voice symptoms the teachers had. Of the risk factors, stress correlated strongest with the voice symptoms. The indoor air had connection to the respiratory diseases: the worse the indoor air quality in the classroom the more often the teacher had suffered laryngitis. Furthermore, all the voice risk factors also had a relationship to voice production but working postures and working culture had the strongest connections. The more risk factors the teacher had in the before-mentioned fields, the louder voice s/he used both before a school day and after it. Loud voice, in turn, increases risk for voice disorder.
In conclusion, several voice ergonomic risk factors affect voice. It is important that information on voice ergonomics will be conveyed to educational authorities and to those who are responsible for planning of classrooms for making improvements in voice ergonomics in schools.

Dr. Bridget Shield Professor of Acoustics in the Faculty of Engineering, Science and the Built Environment at London South Bank University.
President of the UK Institute of Acoustics. 

A comparison of open plan and other classrooms

Noise, acoustics and ease of hearing

This paper will present the results of recent research investigating acoustic conditions in primary and secondary schools. The research has included noise and acoustic surveys of classrooms, questionnaire surveys of pupils and teachers, and experimental testing of pupils’ cognitive skills in different noise conditions. The classrooms surveyed have included both enclosed and open plan classrooms of various sizes.

Results of noise and acoustic surveys of different kinds of spaces will be presented, together with questionnaire results of pupils concerning ease of hearing in the classroom and noise annoyance, and of teachers concerning ease of speaking.  Relationships between ease of hearing and ease of speaking and acoustic factors will be discussed. The paper will highlight differences between open plan and enclosed classrooms in both objective acoustic measurements and subjective perceptions of pupils and teachers.

Oral communication (Voice) ergonomic work in UK

What we have done and what is the need?

This paper will review recent research and reports published in the UK on the incidence of damage to teachers’ voices, including a 2001 report by the Health and Safety Executive on sports, music and technology teachers. A current research project investigating classroom acoustics and vocal effort will be discussed, together with work undertaken by teachers’ unions and the Voice Care Network.

Research results to be presented include measurements of teachers’ voice levels, results of questionnaire surveys estimating the incidence of voice problems among primary and secondary school teachers, and the impact of the acoustic environment on the voice. The cost to the UK of teachers’ voice damage will be discussed, together with its impact on the recent revision of legislation on the acoustic design of schools.

Share This