Talandinn, er hann í lagi?

Í þessari bók sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi má finna svör við því hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á einfaldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir.

 

Tóndæmi úr bókinni Talandinn lesin af Dr. Valdísi

Blaðsíða Upptaka Umfjöllun
27 0.16-0.58 Kviðöndun
28 1.05-2.22 Þindaröndun
39 2.27-2.49 Einhæf rödd
53 2.50-3.35 Missir raddar
64 3.40-4.21 Finna hreyfingu barkakýlis
68 4.24-5.38 Æfingar fyrir rödd
119 5.40-6.42 Mismunandi tónblær
119 6.45-7.30 Tilfinningar lagðar í rödd
121 3.38-8.28 Agaröddin
123 8.31-9.20 Rödd fylgir Handahreyfingum