Rödd sem atvinnutæki

Nútíma tæknivæddur heimur og breyttir lífshættir gefa tækifæri til mikilla tjáskipta. Í raun má segja að nútímaþjóðfélag krefjist mikilla mannlegra samskipta. Viðskiptahættir og tæknivæðing hafa séð til þess. Nú þarf fólk ekki lengur að vera í nánd við hvert annað til þess að geta átt munnleg samskipti. Með tilkomu farsímanna getur fólk staðið í sambandi hvað við annað næstum hvar sem er allar 24 stundir sólarhringsins. Þetta þýðir mun meiri raddnotkun en fyrr á tímum þegar fólk hafði ekki þessa möguleika. Aukinn hávaði og streita í samfélaginu hefur haft í för með sér vaxandi raddálag. Enda eru raddmein orðin algeng ekki síst meðal þeirra sem þurfa að nota röddina ótæpilega. Um aldamótin 2000 var talið að um þriðjungur vinnuafls þjóðar stundaði störf sem krefðust meiri eða minni raddnotkunar. Þar var fjölmennasta stéttin sölufólk en næstir komu kennarar. Þó reyndin sé sú að mörg störf í nútímaþjóðfélagi krefjist verulegra munnlegra tjáskipta og röddin sé þar með orðin að verðmiklu atvinnutæki hefur verið á brattann að sækja að fá hana viðurkennda sem slíka.

Mismiklar kröfur og álag hvíla á rödd eftir því hver atvinnugreinin er. Þetta hefur verið sett upp í töflu (Vilkman, 2001).
söngvarar, leikarar
mikið

Raddgæði Raddálag Atvinnustéttir
mikið mikið Söngvarar Leikarar
mikið kennarar, hermenn,prestar
lítið Ritarar, talsímaverðir, læknar, lögfræðingar

Aðrir: þeir sem vinna í bakgrunnshávaða sem er minni en > 85 dB og /eða þeir sem þ þurfa að vinna í slæmu andrúmslofti (verkstjórar, iðnverkamenn, málmiðnaðarmenn)

Eins og sést á töflunni er atvinnustéttum skipt niður eftir því hvort starfið krefst raddar sem þarf að lúta fagurfræðilegum normum eins og hjá söngvurum og leikurum eða geta þolað það álag sem starfinu fylgir eins og t.d. hjá kennurum.

Share This