Íþróttakennari vann mál við Akureyrarbæ vegna raddmissis sem hún varð fyrir vegna starfsaðstæðna. Þetta er tímamótadómur því að hann kveður á um að röddin sé atvinnutæki sem atvinnurekanda er skylt að sjá til að skaðist ekki við starfsaðstæður. Löngu kominn tími á að röddin flokkist undir lýðheilsu og raddveilur sem lýðheilsuvandamál. Nú er bara að sjá hvort fagfélög og fleiri hafa vit á að nýta sér þennan dóm. Það er ósvinna að sá sem skaðar rödd sína í starfi þurfi að sitja uppi með skaðann og rúmlega það. Auk þess má ekki gleyma því að án raddar og raddþols er ekki hægt að bjóða fram þetta ágæta atvinnutæki. Þetta snýst ekki bara um þann sem á röddina heldur líka þá sem eiga að hlusta á viðkomandi.
Share This