Með lífið í lúkunum

Í þættinum ræðir Erla við Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur, 80 ára magnaða konu sem er doktor í talmeinafræðum um vini og óvini raddarinnar, raddvenjur, umhverfisáhrif, þekkingarleysi, talkerfið, hávaða í námsumhverfi barna, áhrif raddheilsu á lífsgæði og fleira.
Valdís Ingibjörg hefur unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár. Hún er með mastersgráðu (M.Phil frá Strathclyde University; Glasgow 1996) og doktorsgráðu (PhD frá Tampere í Finnlandi, 2003) í rödd og raddumhirðu (voice ergonomics).

Valdís hefur í áraraðir frætt landann um raddheilsu og er eini raddheilsufræðingur landsins. Hún brennur fyrir það að reyna að koma í veg fyrir raddskaða og raddveilur.

Valdís bendir á að röddin sé atvinnutæki margar, t.d. kennara, söngvara, leikara og fleiri en það er alveg óvarið og ótryggt. Kennarar eru mest útsettir fyrir raddveilum þar sem þeir starfa oft við ólíðandi aðstæður. Raddveilur eru t.d. langvarandi hæsi, ræma, raddbrestir, raddþreyta, lítið raddþol, raddstyrkur dvínar og ræskingarþörf. En það er alveg bannað að ræskja sig segir hún! Það gerir illt verra.

Valdís vill fá raddheilsu flokkaða undir Lýðheilsu því að þetta er mun stærra vandamál en fólk heldur. Það þarf að hita upp röddina, alveg eins og þú hitar upp aðra vöðva og líkamshluta fyrir átök. Hún segir líka að það sé ekki nóg að hafa vitneskjuna ef þú hefur ekki skynsemina til þess að nota hana og að við þurfum að hugsa vel með röddina okkar.

Á heimasíðu hennar Rödd.is má finna ráð sem gætu gagnast fólki sem finnnur fyrir þreytu eða hefur áhyggjur af raddheilsu sinni.  Hún hefur einnig gefið út bók sem heitir Talandinn og gæti gagnast mörgum.

Á heimasíðu hennar Rödd.is má finna ráð sem gætu gagnast fólki sem finnnur fyrir þreytu eða hefur áhyggjur af raddheilsu sinni.  Hún hefur einnig gefið út bók sem heitir Talandinn og gæti gagnast mörgum.

Fylgið Heilsu Erlu á Instagram
Share This