Hlustun

Reglugerð ISO

International Organization for Standardization. Ergonomic assessment of speech communication. Part 1: Speech interference level and communication distances for persons with normal hearing capacity in direct communication (SIL method), ISO 9921-1. Geneva: 1996; 1-10.

Hlustunargeta

• Fyrst við 13 – 15 ára aldur ná börn hlustunarhæfni fullorðinna að greina talað mál út úr hávaða.
• Breskar og bandarískar rannsóknir benda til að 20 – 25% barna í leikskólum og yngstu deildum grunnskóla heyri ekki eðlilega á einhverjum tilteknum degi
• 13% barna á aldrinum 6 – 19 ára hefur heyrnardeyfu á einhverju tilteknu tíðnissviði
• 70% unglinga hafa greinst með forstigseinkenni af varanlegri heyrnardeyfu
• Væg heyrnardeyfa í börnum dregur verulega úr hæfni þeirra til að skilja mál og ná hátíðnishljóðum (6 – 8000) einkanlega í lélegum hljómburði. Margir raddlausir samhljóðar eru á tíðninni 6 – 8000 Hz
• Börn með eðlilega greind og heyrn þurfa að heyra tal 2 – 3 dB hærra en fullorðnir til að ná sömu hlustunargetu. Börn með einhverja heyrnardeyfu, skerta greind eða annað móðurmál þurfa enn meiri styrk.
• Til að tal skili sér sem best til nemanda má fjarlægðin milli kennarans og nemendans ekki vera meira en 3 – 4 fet

Geta 5 – 14 ára barna til að heyra rétt það sem sagt var í kennslustofu (Notaðar voru setningar). Aðstæður voru: S/N 6 dB (rödd kennarans var 6 dB hærri en hávaðinn í bekknum) og endurómunartíminn var 0.45 sec.

• 90% heyrðist rétt í 6 feta (1.83m)fjarlægð (nemendur í fremstu röð í bekk)
• 71% heyrðist rétt í 12 feta (3.66m)fjarlægð (nemendur sem sitja í miðjum bekk)
• 60% heyrist rétt í 24 feta (7.32m) fjarlægð (nemendur sem sitja aftast)

Geta 5 – 7 ára barna til að heyra það sem sagt er í kennslustofu (notuð voru eins atkvæða orð). Aðstæður S/N 6 dB og endurómun 0.63 sec.
• 82% í 6 feta fjarlægð
• 55% í 12 feta fjarlægð
• 36% í 24 feta fjarlæð

Geta fullorðinna

Geta fullorðinna til að greina tal rétt skerðist ekki fyrr en endurómunartíminn nær um það bil einni sekúntu.

Fullorðnir með eðlilega heyrn ná að greina rétt 80% einsatkvæðisorða í endurómunartíma sem nemur 0.9 sekúntum

Hæfileiki fullorðinna til að greina tal í hávaða skerðist ekki fyrr en styrkur tals er um það bil sá sami og bakgrunnshávaðinn mælist á ( S/N = 0)

Share This