Bókin um töfratappana

Bókin Töfratapparnir er samin með það að markmiði að fræða börn – og fullorðna – um skaðsemi hávaða á rödd og heyrn og vekja til umhugsunar hvað hægt er að gera til að vinna gegn þeim vágesti.

TIl þess að gera hana aðgengilega fyrir sem flesta er reynt að hafa hana einfalda í sniðum. Fyrir þau börn sem eiga við athyglis og einbeitingaskort að stríða er t.d. reynt að hafa myndirnar fyrir ofan textann svo hægt sé að hylja hann eftir þörfum og augun leiti því ekki í myndirnar.

Reynt er að hafa textann stuttan á hverri síðu, kaflar eru stuttir og orðaval innan almenns orðaforða barna. Sérstakt tillit er tekið til þeirra barna sem eru með lesblindu eða eru með athyglis og einbeitingaskorts.

Bókin kostar 2480 kr og fæst m.a. í öllum Eymundssonverslunum.

Sýnishorn úr bókinni um Töfratappana

Meðmæli um Töfratappana

Ummæli 5 leikskólakennara sem prófuðu efnið á 5/6 ára börnum:

Fannst börnunum efnið skemmtilegt? 

Mjög svo og vildu láta endurtaka og lesa aftur þegar var búið að fara yfir allt. Kölluðu þetta söguna um tappana. Kennarar telja þetta mjög þarft innlegg sem skilar sér vel til barnanna, það náði þeim algerlega og skildi mikið eftir. Þau töluðu um komið og raddböndin og töluðu um kokið og að það þyrfti að passa röddina sína.

Ummæli þriggja grunnskólakennara sem prófuðu efnið á 7/8 ára börnum:

  • Allar bækur með boðskap eru notaðar í byrjendalæsi – Sagan öll og myndirnar eru einfaldar og gott að teikna þær. 
  • Gefa þetta ekki út sem kennslubók.
  • Gæti slegið í gegn ef þetta er vel markaðssett
  • Hefur boðskap auðvelt að nota í kennslu
  • Gott samvinnuverkefni
  • Bara allt skemmtilegt við Tappa títí og Tappa tútú.
  • Endurtaka sig og eru einfaldar
  • Hlógu mikið 
  • Myndir fyndnar
  • Vekja til umhugsunar
  • Þeim finnst skemmtilegt minnka og stækka
  • Höfðar til
  • Umræður fara vel með raddbönd annars koma bólur eða hnútar
  • Skilja að rödd er vinnutæki kennara
  • Auðskiljanlegt – Fræðandi  – Skemmtilegt
  • Passar fyrir krakka

Ummæli tveggja prófarkalesara sem prófarkalásu fyrir enska þýðingu:

Þetta er afar skemmtilegur og fræðandi texti, finnst okkar, og gæti vel átt eftir að slá í gegn á markaðnum.