Málþjálfun - Orðaspark beint í mark

Í bókinni „Orðaspark beint í mark“ er ekki verið að kenna málfræði á hefðbundinn hátt heldur er verið að nota möguleikana sem málfræðin gefur til  að auka máltilfinningu, málvitund og málkennd einstaklinga. Af þeirri ástæðu  er – viljandi – alls ekki farið djúpt í fræðin sem slík. Einungis helstu megin reglum málfræðinnar er fylgt og ekki farið út í nein frávik. Þannig er leitast  við að einfalda málfræðina eins og kostur er. Fræðslu um föll, kyn, fjölda og  tíðir er fléttað inn í kennsluna þegar tækifæri gefst til. Þar sem verið er að  kenna talmál eru verkefnin byggð eins mikið upp á munnlegum svörum og  samræðum og kostur er á.

Þetta efni var prófað í einum sjöunda bekk og ummæli kennarans, Ingu Huld Sigurðar dóttur grunnskóla- og sérkennara, segja mikið um notagildi aðferðarinnar: „Nemendahópurinn var fjölbreyttur og í bekknum voru margir sem eiga annað móðurmál en  íslensku. Gaman var að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í tímum, sýndu náminu áhuga og  allir bættu sig í íslensku. Ég er hrifin af þessari kennsluaðferð vegna þess að með henni náði ég  vel til þessara nemenda minna og þeir höfðu gaman af náminu. Það var sérstaklega ánægju legt að sjá nemendur sem stóðu höllum fæti í íslensku sýna náminu ekki síður áhuga en þeir  sem stóðu almennt betur. Það er alltaf gefandi fyrir kennara að sjá nemendur sína blómstra.“

Umsögn Hólmfríðar Árnadóttur talmeinafræðings: 
„Nær eingöngu er farið munnlega í efnið þar sem hrynjandi málsins er lykillinn að aðferðinni.  Þessi bók á svo sannarlega rétt á sér þar sem talsverður hópur barna á erfitt með að tileinka  sér málfræðivitund eftir þeim hefðbundu kennslubókum sem hafa verið notaðar í áraraðir.“

Sýnishorn úr bókinni Orðaspark