Skilgreining

Hver eru merki þess að farið sé að ofbjóða rödd.

Óþægindaeinkenni sem koma fram þegar röddinni hefur verið ofgert eru að mörgu leyti svipuð þeim einkennum koma fram við asma eða ofnæmi. Því er hætt við að fólki yfirsjáist sá möguleiki að röddinni hafi verið ofgert með þessum afleiðingum. Flest einkennin sem koma fram þegar röddinni hefur verið ofgert eru sársaukalaus en hafa þær afleiðingar að röddin missir hljóm. og jafnvel geta
Helstu einkenni sem koma fram eru:

1. Þreytueinkenni, jafnvel verkir í hálsi, herðum, tungu, kjálkum, öxlum og bringu.
2. Röddin verður hás eða hrjúf (rispar).
3. Röddin brestur
4. Ræskingaþörf
5. Finnur fyrir þurrki, sviða eða kitltilfinningu í hálsi
6. Kökktilfinningí hálsi.
7. Raddþreyta við lestur, söng eða jafnvel samræður
8. Breyting á raddgæðum
9. Hættir að geta sungið.

Share This