Raddvernd

Víti til varnaðar.

 1. Reynið aldrei að yfirgnæfa hávaða með röddinni. (Notið prik til að lemja í borð eða einhver önnur ráð til að koma á þögn. Notið síðan þögnina til að koma máli ykkar á framfæri ).
 2. Forðist að öskra.
 3. Forðist alla spennu í hálsi.
 4. Ef þið hafið veika rödd að eðlisfari, talið þá hægt.
 5. Nýtið ykkur hljóminn í sérhljóðunum. Við það berst röddin betur.
 6. Temjið ykkur þindaröndun.
 7. Ef þið getið ekki náð þindaröndun gætið þess að tala aldrei þangað til þið verðið loftlaus.
 8. Hafið oft stuttar þagnir
 9. Ekki hvísla í hæsi.
 10. Talið ekki á innöndun
 11. Verðið ekki loftlaus á meðan verið er að tala.
 12. Reynið að tala sem minnst þegar þið eruð móð.
 13. Kveðið fast að samhljóðum
 14. Ræskið ykkur helst aldrei.
 15. Liðkið kjálka,tungu og varir þegar tækifæri gefst.
 16. Talið sem minnst ef hálsbólga er fyrir hendi.
 17. Spennið ekki röddina.
 18. Talið ekki yfir öxlina.
 19. Skekkið ekki höfuðið hvorki niður né til hliðar þegar þið talið í síma.
 20. Syngjið ekki þangað til röddin er orðin hás.
 21. Syngjið ekki ef tónhæðin passar ekki.
 22. Talið aldrei það hratt að hætta sé á að orðin renni saman.
 23. Forðist að tala með samanbitnar tennur.
 24. Þegar þið talið reynið þá að finna hreyfingu talfæra – einkum tungu og kjálka – í einstökum framburðarhljóðum.
 25. Forðist að anda að ykkur efnum sem geta haft skaðleg áhrif á slímhúð í hálsi t.d. leiserefnum í tússpennum.
 26. Forðist að standa lengi yfir ljósritunarvél.
 27. Rannsóknir hafa bent til að bæði reykingar og kaffidrykkja hefur skaðleg áhrif á slímhúð í hálsi.
 28. Sterkar hálstöflur hjálpa aðeins í augnablikinu upp á þurrk í munni og hálsi. Notkun þeirra getur orðið vanabindandi.
 29. Leitið til læknis ef hæsi varir lengur en hálfan mánuð.
 30. Verið vakandi fyrir breytingu á rödd og hikið ekki við að leita ykkur hjálpar.
 31. Ef þið farið þið háls nef og eyrnalæknis vegna raddþreytu biðjið hann þá um að senda beiðni á Trygginastofnun Ríkisins á raddþjálfun hjá talkennara. Þetta er svipað ferli og hjá sjúkraþjálfara. Talmeinafræðingur vinnur sem sjúkraþjálfi við að laga rödd.
 32. Spennið aldrei brjóstkassann þegar þið beitið rödd sterkt t.d. við að kalla, í kennslu, og í hávaða.
 33. Prófið að anda að ykkur gufulofti smástund heima ef röddin hefur orðið fyrir álagi og svikið

Nokkur atriði sem í umhverfi sem geta valdið raddskaða

 1. Þurrt loft . Notið vatn, blóm, loftskipti
 2. Ozon kemur frá ljósriturum og leiserprenturum.Hefur þurrkandi áhrfi á slímhúð. Ljósritarar og leiserprentarar þurfa sér aðstöðu þar sem loftræsting er góð.
 3. Ryk (teppi, laus pappír) Losa sig við teppi og setja lausan pappír í gáma
 4. Endurunninn pappír. Örfínar agnir koma frá honum og erta slímhúí öndunrvegi. Notið gæðapappír.
 5. Loftræstikerfi safna ryki. Fylgjast vel með þeim
 6. Fjarlægð frá hlustanda. Reyna að hafa sem minnsta fjarlægð.
 7. Slæmur hljómburður (of mikið eða of lítið endurvarp). Hönnun skiptir máli. Oft má laga bergmál með því að setja eitthvað á veggi eins og t.d. plötur úr texi.
 8. Of mikið koldioxýð og of lítið súrefni sem kemur þegar margir eru saman í illa loftræstu rými. Hafið glugga opna
 9. Hávaði veldur því að sá sem talar spennir röddina til að yfirgnæfa hávaðann. Ef stólar og borð eru með stálfætur setjið þá dempara á snertifleti. Eins að setja fílt eða eitthvað ámóta undir stól og borðfætur
Share This