Framsögn

1. Hljómur ræðst af raddsviði
(dimmur/ bjartur ).

2. Hraði. Of hratt tal verður oftast óskýrt og þreytir áheyrandann. Of hægt tal þreytir líka áheyrandann.

3. Áherslur. Hæfilegar áherslur gera mál skilmerkilegra og skiljanlegra. Séu þær litlar vilja orðin renna saman og því erfittfyrir áheyrandann að skilja málið.

4. Sönglandinn (melodían). Sönglanda má líkja við litbrigði og gefur til kynna tilfinningar. Ef röddin er einhæf og vantar fjölbreytni verður hún þreytandi áheyrnar.

5. Styrkur raddar. Hversu vel hún berst. Sterk rödd hefur valdboð í sér

6. Framburður. Hann verður að vera skýr ef mál á að vera skiljanlegt.

7. Þagnir. Stuttar þagnir gegna tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi til að hvíla raddfæri og koma jafnvægi á öndun og í öðru lagi að gefa áheyranda tóm til að melta það sem hefur verið sagt.

8. Svipbrigði. Lifandi opið andlit gerir viðmælanda léttara að skilja þann sem talar af því að svipbrigðin ljá orðum dýpri merkingu og obinbera um leið þær tilfinningar sem bærast með framsegjandanum. Fólk veit þá hvar það hefur hann

9. Látbragð. Mátulega miklar hreyfingar handa og líkama geta hjálpað til við að leggja meiri áherslur í orð auk þess sem frásögnin verður líflegri.

Share This