Málþjálfun – Orðaspark beint í mark

Málþjálfun – Orðaspark beint í mark

Málþjálfun - Orðaspark beint í mark

Í bókinni „Orðaspark beint í mark“ er ekki verið að kenna málfræði á hefðbundinn hátt heldur er verið að nota möguleikana sem málfræðin gefur til  að auka máltilfinningu, málvitund og málkennd einstaklinga. Af þeirri ástæðu  er – viljandi – alls ekki farið djúpt í fræðin sem slík. Einungis helstu megin reglum málfræðinnar er fylgt og ekki farið út í nein frávik. Þannig er leitast  við að einfalda málfræðina eins og kostur er. Fræðslu um föll, kyn, fjölda og  tíðir er fléttað inn í kennsluna þegar tækifæri gefst til. Þar sem verið er að  kenna talmál eru verkefnin byggð eins mikið upp á munnlegum svörum og  samræðum og kostur er á.

Þetta efni var prófað í einum sjöunda bekk og ummæli kennarans, Ingu Huld Sigurðar dóttur grunnskóla- og sérkennara, segja mikið um notagildi aðferðarinnar: „Nemendahópurinn var fjölbreyttur og í bekknum voru margir sem eiga annað móðurmál en  íslensku. Gaman var að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í tímum, sýndu náminu áhuga og  allir bættu sig í íslensku. Ég er hrifin af þessari kennsluaðferð vegna þess að með henni náði ég  vel til þessara nemenda minna og þeir höfðu gaman af náminu. Það var sérstaklega ánægju legt að sjá nemendur sem stóðu höllum fæti í íslensku sýna náminu ekki síður áhuga en þeir  sem stóðu almennt betur. Það er alltaf gefandi fyrir kennara að sjá nemendur sína blómstra.“

Umsögn Hólmfríðar Árnadóttur talmeinafræðings: 
„Nær eingöngu er farið munnlega í efnið þar sem hrynjandi málsins er lykillinn að aðferðinni.  Þessi bók á svo sannarlega rétt á sér þar sem talsverður hópur barna á erfitt með að tileinka  sér málfræðivitund eftir þeim hefðbundu kennslubókum sem hafa verið notaðar í áraraðir.“

Verð: 3.450 kr.

*Verð eru birt með fyrirvara um að þau geti breyst.

Kynning á Orðasparki

Sýnishorn úr bókinni Orðaspark

Allt útgefið efni:

Stafalandið – nýstárleg aðferð við lestrarkennslu

Stafalandið – nýstárleg aðferð við lestrarkennslu

Lestrarkennsluaðferðin sjáðu - heyrðu - finndu

Nýstárleg aðferð við lestrarkennslu

Lestraraverkefnið Stubbalína og Stubbur er verkefni ætlað elstu bekkjum í leikskóla og yngstu börnum í grunnskóla. Það byggist á því að tvær litlar verur Stubbalína og Stubbur finna stafi sem þau fara að kanna nánar. Hér um að ræða ævintýraför tveggja kríla sem fá bók í gjöf en skilja bara ekkert allt þetta krot svo þau ákveða að fara í Stafalandið og hitta stafina. Þar eru stafirnir og hljóðin persónugerð á skemmtilegan hátt. Markmiðið að kenna ungum börnunum að finna hvar hljóðin myndast og hvernig þau eru mynduð. Auk þess er krílunum kennt að það eru sum börn sem eru heyrnarskert og þurfa því stafrófið á táknmáli og önnur sjónskert og þurfa stafrófið á punktaletri. Þar með er verið að opna sýn barna og skilning á því að til eru börn sem eru heyrn- eða sjónskert en geta samt lært að lesa en þurfa sína aðferð. Bæði er hver stafur lagður inn á táknmáli og blindraletri, en slíkt hefur ekki verið gert í íslenskri byrjendalestarbók fyrr. Þannig nýtist þessi byrjendabók vel fyrir heyrnarlaus og sjónskert börn auk þess sem öðrum börnum er boðið upp á að kynnast þeim táknum.

Verð: 3.480 kr.

*Verð eru birt með fyrirvara um að þau geti breyst.

Sýnishorn úr bókinni Lestrarkennsluaðferðin

sjáðu – heyrðu – finndu

Allt útgefið efni:

Stafalandið – nýstárleg aðferð við lestrarkennslu

Stubbur og Stubbalína

Bókin kostar 6.980 kr. og fæst hjá bókaútgáfunni Hólum.

Hægt er að panta í gegnum netfangið: holar@holar.is

Sendingarkostnaður er innifalinn.

Ævintýri Stubbs og Stubbalínu í Stafalandi

Nýstárleg aðferð við lestrarkennslu

Lestraraverkefnið um Stubb og Stubbalínu er verkefni ætlað elstu bekkjum í leikskóla og yngstu börnum í grunnskóla. Það byggist á því að tvær litlar verur Stubbalína og Stubbur finna stafi sem þau fara að kanna nánar. Hér um að ræða ævintýraför tveggja kríla sem fá bók í gjöf en skilja bara ekkert allt þetta krot svo þau ákveða að fara í Stafalandið og hitta stafina. Þar eru stafirnir og hljóðin persónugerð á skemmtilegan hátt. Markmiðið að kenna ungum börnunum að finna hvar hljóðin myndast og hvernig þau eru mynduð. Auk þess er krílunum kennt að það eru sum börn sem eru heyrnarskert og þurfa því stafrófið á táknmáli og önnur sjónskert og þurfa stafrófið á punktaletri. Þar með er verið að opna sýn barna og skilning á því að til eru börn sem eru heyrn- eða sjónskert en geta samt lært að lesa en þurfa sína aðferð. Bæði er hver stafur lagður inn á táknmáli og blindraletri, en slíkt hefur ekki verið gert í íslenskri byrjendalestarbók fyrr. Þannig nýtist þessi byrjendabók vel fyrir heyrnarlaus og sjónskert börn auk þess sem öðrum börnum er boðið upp á að kynnast þeim táknum.

Veljið kápumyndirnar til að fá frekari upplýsingar:

Málörvun – Strik fyrir strik

Málörvun – Strik fyrir strik

Málörvun - Strik fyrir strik

Þessi bók hentar fyrir kennslu 4-8 ára og sérlega vel eldri nemendum með ýmis frávik. Bókin þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira. Verkefnin eru samvinnumiðuð, þ.e. kennarinn og nemandinn teikna saman, kennarinn þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennari útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna.

„Fyrir bæði mig og nemendur mína hefur þetta skapað skemmtilegar og eftirminnilegar kennslustundir. Verkefnunum er auðvelt að framfylgja, góðar skýringar og punktar sem fylga svo hægt sé að æfa sem mest í einu,“

Sigríður Sigmarsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja

Bókin er 220 bls. í A-4 broti. Hún er gormuð sem auðveldar mjög flettingar í henni.

Verð: 8.480 kr.

*Verð eru birt með fyrirvara um að þau geti breyst.

Kennslumyndbönd fyrir getumeiri nemendur

Kennslumyndbönd fyrir getuminnstu nemendurnar:

Dæmi úr bókinni hér að neðan:

Allt útgefið efni:

Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik

Bókin er hægt að panta hjá úrgáfufyrirtækinu Hólar í gegnum netfangið:
holar@holabok.is

Verð: 8.480-.

Málörvun - Strik fyrir strik

Þessi bók hentar fyrir kennslu 4-8 ára og sérlega vel eldri nemendum með ýmis frávik. Bókin þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira. Verkefnin eru samvinnumiðuð, þ.e. kennarinn og nemandinn teikna saman, kennarinn þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennari útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna.

„Fyrir bæði mig og nemendur mína hefur þetta skapað skemmtilegar og eftirminnilegar kennslustundir. Verkefnunum er auðvelt að framfylgja, góðar skýringar og punktar sem fylga svo hægt sé að æfa sem mest í einu,“

Sigríður Sigmarsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja

Bókin er 220 bls. í A-4 broti. Hún er gormuð sem auðveldar mjög flettingar í henni

Sjá hér frekari upplýsingar um bókina auk kennslumyndbanda

Veljið kápumyndirnar til að fá frekari upplýsingar: